www.biodiversity.vision

Um

Þessi vefsíða og allar myndirnar eru háð höfundarrétti

Email: biodiversity.vision@gmail.com

WhatsApp - tölum saman: +41 763560000

Share our link with others using WhatsApp

Um okkur

Við erum fag- og vísindamenn með aðsetur í Þýskalandi, Sviss og á Íslandi. Við erum hvorki stutt né styðjum neinn stjórnmálaflokk. Við erum á móti hvers konar öfgasinnum. Við höfum líka mætur á fjölbreytileika manna, gagnrýni hugsun og heilbrigðri skynsemi.

Hvaðan fær okkur til að gera eitthvað í málunum? - Spurningarnar

 • Hvernig getur það verið að fjöldi fugla, dýra og annarra tegunda minnki svo mikið að margar tegundir séu að verða útdauðir á staðbundið eða á heimsvísu?

 • Hvernig getur það verið að þetta sé að gerast fyrir fram okkar eigin augum?

 • Þótt loftslagsbreytingar séu mjög mikilvægur þáttur í tapi á líffræðilegum fjölbreytileika, hvers vegna fær líffræðilegur fjölbreytileiki sjálfur ekki eins mikla athygli?

 • Af hverju er ekkert plan B þegar við erum augljóslega að tapa stríðinu gegn loftslagsbreytingum, -þar sem æ meira og meira kolefni er losað út í andrúmsloftið-?

 • Af hverju erum við sem einstaklingar og stjórnvöld ekki að gera neitt afgerandi til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika?

 • Af hverju nægir það okkur að gera bara einhvað táknrænt þegar það er augljóslega ekki nóg ?

 • Af hverju teljum við okkur sem einstaklingar nóg að endurvinna og forðast ákveðna hluti eða vöru á meðan við gerum ekkert til að sannfæra stjórnmálamennina um að grípa til raunverulegra aðgerða til stuðnings líffræðilegum fjölbreytileika?

 • Af hverju lítum við EKKI á heildarneyslu (aukning jarðarbúa og meiri og meiri neyslu allra) sem raunverulega ógn við sjálfbærni plánetunnar og gerum eitthvað í málinu?

 • Af hverju kjósum við aðeins að vernda tegundir sem okkur finnst sætar og krúttlegar í öðrum löndum eða heimsálfum en ekki okkar eigin?

 • Af hverju viðurkennum við ekki að það er fæðukeðjan sem skiptir máli og leggjum jafn mikla áherslu á tegundir sem eru neðar í keðjunni en sem eru nauðsynlegar fyrir tegundinar hærra upp í fæðukeðjunni og hugum að vistkerfum í held sinni?

 • Hvers vegna teljum við okkur geta þrýst á aðrar ríkisstjórnir og sniðgangum afurðir annarra landa þegar við erum EKKI að sýna gott fordæmi í okkar eigin löndum?

 • Hvernig getum við vænst þess að hagsmunaaðilar hlusti á vísindaleg rök okkar varðandi eina tegund þegar við neitum að hlusta á rök þeirra um aðra tegund?

 • Af hverju komast stjórnvöld upp með að gera nokkrar littlar ráðstafanir eins og að náttúrufæra hluta árar, að vernda eina tegund, leggja til hliðar frekar ónýtt land eða sjó á meðan það er látið hjá sitja með alhliða áætlun og raunverulegar aðgerðir, heima og erlendis?

 • Af hverju kaupum við mat úr héraði en flytjum fóður heimshluta á milli með tilheyrandi efnahagslegum og umhverfislegum kostnaði?

 • Af hverju eru öll þessi samtög sem eru að berjast fyrir líffræðilegum fjölbreytileika einungis að vinna bardaga en ekki stríðið gegn líffræðilegri tortímingu?

 • Af hverju eru vísindamenn sem hiklaust sjá rökin sem fram koma í ofangreindum spurningum ekki hrópa af sér hausinn kallandi á brýnar aðgerðir til að sporna við tapi á líffræðilegum fjölbreytileika?

 • Af hverju vinnum við ekki saman til að leysa vandamálið byggð á sannfæringarkrafti frekar en öfgum?

The Answer

Þetta eru spurningarnar sem hafa farið í gegnum huga okkar og sameiginlega svarið er að einhver þarf að hafa frumkvæði að því að skipuleggja, upplýsa og breyta viðhorfum og stefnu.

Ekki er alltaf hægt að búast við því að einhver annar hafi frumkvæði. Við ákváðum því að taka frumkvæðið sjálf. Valkostur hefði verið að gera aðili að og reyna að breyta innanfrá einhverjum öðrum samtökum, en við töldum að það væri áhrifaríkara að búa til okkar eigin samtök og bara að vinna með öðrum samtökum, vísindamönnum, almenningi og yfirvöldum til að stöðva tapið á hinum líffræðilega fjölbreytileika.

Við höfum eytt eigin tíma og peningum til að hefja herferðina en við getum ekki staðið undir þess öllu sjálfr. Við þurfum þinn og annara. Á heimasíðu okkar og á yfirlitssíðu okkar geturðu séð hversu auðvelt það er að taka fyrstu skrefin til að hjálpa okkur að hjálpa náttúrunni.

Steppe Eagle (Aquila nipalensis) flying along mountain ridge at sunset, Uzbekistan

Klikkaðu á grænu örina til að fara yfir á næstu síðu: