www.biodiversity.vision

Algenngar spurningar

Hvað er það sem gerir okkur Biodiversity Vision öðruvísi en önnur samtök?

Við erum ekki hér til að taka þátt í „látum okkur líða vel verkefnum“

Bara sem dæmi: Við erum ekki sérlega hrifin af banni á eyrapinnum úr plasti, þegar stærsti framlag smá plasts í umhverfinu eru sígarettustubbar. Reyndar lítum við ekki á örplastefni sem mestu ógnina.

Við munum ekki hætta fyrr en við sjáum raunverulegar aðgerðir

Við eyða tíma okkar í að slá höfuðinu í vegginn

Við erum meðfylgjandi baráttuni gegn loftslagsbreytingum en það er ekki bardaginn okkar. Aðrir eru að berjast í því stríði og eru því miður að tapa. Við tökum samt kanski þátt með einhverjum tilmælum og athugasemdum. Er það skynsamlegt að hylja stór landsvæði með einni trjátegund (að búa til svokallaðar „grænar eyðimerkur“) í Evrópusambandinu en á sama tíma að kaupa metan frá birgjum sem laga ekki leiðslur sem leka þessari gróðurhúsalofttegund í stórum stíl. (eins og glöggt sést af gervihnattagögnum).

Almennt sjáum við að sum fyrirtæki gera meiri skaða en önnur en það er heldur ekki okkar barátta. Aðrir eru að berjast gegn þessum fyrirtækjum, en sljóð eyðileggingar heldur áfram.

Það eru hlutir sem þarf að gera strax í okkar eigin löndum

Græn náttúrubelti þarf að búa til um heimsálfur endilangar sem teygja sig frá suðri til norðurs og frá lítilli hæð til mikillar hæðar. Úthluta þarf landi, jafnvel kaupa. Við höfum skilning fyrir því að þörf sé á hraðbrautum en byggja þarf brýr og jarðgöng ekki bara fyrir okkur heldur fyrir aðrar tegundir. Það þarf að færa heilu árnar aftur í náttúrulegra horf og ekki bara pínulítinn hluta. Raunverulegar aðgerðir sem leiða til raunverulegra úrbóta kosta raunverulegan pening en ef stjórnmálamenn skynja að það sé opinber köllun á slíkar aðgerðir munu þeir setja viðeigandi lög og eyða þeim pening sem nauðsynlegt er. Við segjum að ráðstafa þarf um 2% af þjóðartekjunum til að viðhalda náttúrunni. Þetta er svipað og lönd stefna að því að eyða í hernaðarvarnir. Eiga ekki aðrir íbúar þessarar plánetu jafnmikla kröfu á vernd og við?

Það verður að takast á við hræsnina sem felst í því að búast við að erlend stjórnvöld grípi til raunverulegra aðgerða meðan við gerum það ekki heima fyrir.

Dæmi um slíka hræsni er krafa frá nokkrum ESB-löndum til að auka svæði verndaðra hafsvæða um allan heim en á sama tíma ekki vernda sinn eigin sjó og fiskistofna.

A blue hawker dragonfly (Aeshna cyanea) in flight on a sunny day in summer (South Tyrol, Italy)
Close-up Portrait of Funny De Brazza's Monkey on Isolated Black Background


Biodiversity Vision hefur ekki öll svörin við líffræðilegum fjölbreytileika?


Við höfum ekki öll svörin. Ólíkir vísindamenn hafa mismunandi svör og við viljum að peningunum verði dreift á milli mismunandi verkefna fyrir hámarks skammtíma- og langtíma árangur. Málið er svo mikilvægt að tryggja þarf að öll eggin séu ekki í sömu körfunni.


Hvað get ég gert?

Eins og er mynst á hér fyrir ofan. Er viðfangsefni okkar ekki einhver "látum okkur líða vel verkefni" eins og að láta sér nægja að endurvinna sorp á meðan fjölda útrýmingin heldur áfram. Aðrir hópar eru að stuðla að endurvinnslu með einhverjum árangri.

Við sjáum fram á að vandamálið með tapi á líffræðilegum fjölbreytileika er svo stórt að það þarf virkilega á hlutdeild stjórnvalda að halda. En þá stendur enþá eftir spurningin hvernig passar ÞÚ inn í áætlun okkar?

Við þurfum á hjálp fjöldans að halda til að sannfæra stjórnmálamenn um að grípa til þessara raunverulegra aðgerða sem við erum að tala um.

Svo þú getur gert eftirfarandi:

Taktu þátt í herferðinni og jafnvel enn mikilvægara ...

Að fá aðra til að taka þátt í átakinu um líffræðilega fjölbreytni

Því fleiri sem taka þátt í átakinu, því meiri verður sannfæringarkraftur okkar.

Það er líka hjálpað okkur sem óformlegur eða formlegur sjálfboðaliði, í gegnum netið eða á staðnum, svo sem með þýðingar, finna samskiptaleiðir við áhrifamikið fólk, skipuleggja viðburði, taka þátt í samræðunum og hjálpa til við hið himneska sjálfboðalið aðsetur okkar.

red cliff crab, Galapagos island , Ecuador

Hvernig verður framlögum varið?

Okkur langar til að taka þátt í að hafa umsjón með því að þeim peningum sem varið er til að vernda líffræðilega fjölbreytni sé vel varið en við erum ekki að leggja til að þessir sjóðir fari í gegnum okkur. Samt sem áður þurfum þó sjálf svolítið af fjármagni til að kynna framtíðarsýn okkar, við þurfum að greiða húsaleigu, við þurfum að fæða sjálfboðaliða okkar og standa undir nokkrum öðrum útgjöldum. Við erum komin af stað með sjálfboðaliða á okkar frábær stað í fjöllum Sviss. En við getum ekki fjármagnað þetta bara úr eigin vasa; við erum því að biðja um nokkra meðalstóra styrktaraðila til að tryggja að herferð okkar fari raunverulega af stað. Lítil framlög verða að bíða (þú getir samt skráð löngun til að leggja fram slík framlag) þar til við höfum nauðsynlega innviði til að vinna með slík framlög. Ef þú veist um einhverja sem gætu stutt okkur vinsamlegast tengdu okkur saman.

Fleirri spurningar?

Hafðu samband.

Klikkaðu á grænu örina til að fara yfir á næstu síðu: